Vísir fjallar um umsókn Aþenu hjá ÍBR og ÍSÍ
Á dögunum mætti Vésteinn Sveinsson, þjálfari Aþenu, í viðtal hjá Frosta og Mána hjá Harmageddon og ræddi umsóknarferli Aþenu til stofnun félagsins. Umsóknarferlið hefur tekið, að mati Aþenu, óeðlilega langan tíma og virðist sem markvisst sé verið að tefja stofnun félagsins. Ferlið í heild sinni er rakið hér.
Í kjölfarið af viðtalinu hjá Harmageddon, birti Vísir grein um málið þar sem Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, svarar fyrir hönd ÍSÍ. Þar nefnir hún meðal annars að þjálfunaraðferðir Brynjar Karls hafi tafið afgreiðslu á umsókninni.