Baráttan heldur áfram
Þing KKÍ verður haldið 25.mars. Aþena, UMFK, Leiknir munu senda inn tilllögu sem gerir löglegt að strákar og stelpur spili saman í yngstu flokkum Íslandsmóta KKÍ. Þróunin í þessu máli er mesta hneyksli í sögu KKÍ.
2017-2018. ÍR vill skrá stelpulið til leiks í Íslandsmót minnibolta 10 ára drengja. Það er ólöglegt og ekki leyft.
2018-2019. ÍR vill skrá stelpulið til leiks í Íslandsmót minnibolta 11 ára drengja. Það er ólöglegt og ekki leyft.
2019-2020. Stelpur hjá Aþenu spila í Íslandskmóti minnibolta 11 ára drengja. Það er ólöglegt en ekkert gert.
2020-2021. Stelpa verður Íslandsmeistari í 9.flokki drengja í Stjörnunni, hún er sjáf í 8.flokki. Það er ólöglegt en ekkert gert.
2021-2022. Stelpur hjá Aþenu spila með minnibolta drengja 10 og 11.ára. Það er ólöglegt en ekkert gert.
2022-2023. Hjá Aþenu spila strákar og stelpur saman í Íslandsmóti 7. 8. og 9.flokki. Það er ólöglegt en ekkert gert.
Það sjá það allilr sem vilja sjá að andstaða körfuboltahreyfingarinnar við að lögleiða stelpum og strákum að spila saman í yngstu flokkum KKÍ er ekki á rökum reist. Framkoma KKÍ og margra í í körfuboltahreyfingunni gangvart þeim sem hafa barist fyrir að taka þetta mál fyrir er hneykslanleg. Það hefur ekki verið gerð ein tilraun til þess að ræða þessi mál. Hvað er þetta fólk hrætt við? Hvað geðveila og vanvirkni gerir það að verkum að hreyfinginn vill þagga þetta mál.
Á síðsta þingi KKÍ fyrir tveimur árum, voru allir þeir sem tóku til máls á því að leyfa ætti kynjablöndu í yngstu flokkum. Þegar kosið var um málið reyndust 2/3 á móti kynjablöndun. Heigulshátturinn fullkomnaður.
Að hugsa sér að vera í baráttu þar sem engin opinber móttrök er fyrir kynjablöndun en samt er málið þaggað og kosið gegn breytingum. Þetta er svo skammarlegt að ég á erfitt með að bendla mig við Íslensku körfuboltahreyfinguna.
Hérna er sögulína þessarar baráttu.
https://prezi.com/view/GfHe3sgKSYdG5Sbynfdg/
Hérna er þessi mjög hófsama reglugerðabreyting sem við sendum síðast og var felld og fer óbreytt aftur inn á þingið í vor.
Lagt er til að nýrri málsgrein verði bætt við 11. gr. reglugerðarinnar sem eftir breytingar myndi hljóða svo:
11. grein
Leikmaður má aldrei leika með yngri aldursflokki en honum ber. Öllum leikmönnum yngri aldursflokks er heimilt að leika hverju sinni með öllum aldursflokkum fyrir ofan sinn eigin. Leikmenn meistaraflokks karla og kvenna skulu gengnir upp úr 8. flokki.
Mótanefnd KKÍ getur leyft keppni liðs í Íslandsmóti sem er annaðhvort kynjablandað eða skipað leikmönnum af gagnstæðu kyni frá minnibolta 10 ára upp í 9. flokk. Slíkt leyfi verður aðeins veitt ef félag sem óskar eftir að senda slíkt lið til keppni hefur sent inn rökstutt erindi til mótanefndar þar sem félagið hefur rökstutt með fullnægjandi hætti að mati mótanefndar að ástæða sé til að veita slíkt leyfi að teknu tilliti til meðal annars getu og/eða framþróunar liðs og/eða leikmanna sem sótt er um fyrir. Ef sótt er um slíkt leyfi fyrir lið geta leikmenn þess almennt ekki keppt bæði í flokki karla og kvenna en þó er það mögulegt ef um er að ræða tilfærslu á einstökum leikmönnum á milli liða. Blönduð lið eða lið af gagnstæðu kyni geta keppt á öllum mótum í tilteknum flokki nema í úrslitamótum þar sem endanlega er keppt um Íslandsmeistaratitil. Hafi slíkt lið áunnið sér sæti á slíku móti skal færa upp það lið sem næst kemur að stigum fyrir úrslitamót. Leyfi mótanefndar samkvæmt framangreindu tekur ekki til keppni í Bikarkeppnum KKÍ.
Eins og sjá má er ekkert í þessari breytingu sem gæti skaðað nokkurn mann né nokkurn hlut.
Brynjar Karl. Yfirþjálfari Aþenu