Cart 0
 
 
 
 
 

Aþena er íþróttaakademía stofnuð í kringum nokkur samfélagsverkefni þar sem markmiðið er að valdefla ungt fólk í gegnum íþróttir. Aþena er opin fyrir allt ungt fólk en sérstök áhersla er lögð á að koma til móts við þarfir stúlkna og ungra Íslendinga af erlendum uppruna til þess að hjálpa þeim sjálfum að jafna leikinn í íþróttum. Aþenu er einnig ætlað hafa áhrif á ríkjandi viðmið og gildi í þjálfun ungs fólks sérstaklega þegar kemur að tilfinningaþroska þeirra og réttindum. Lesa meira

 
 
20191011_Athena_265.jpg
 
 
 

Tíðindi

 
koklkaalsefg.png

LEITIN AÐ STELPUNUM

Aþena leitar nú logandi ljósi að tveimur 12 ára stelpum (fæddar 2007) til þess að fylla upp í 7.flokk. Þar sem stelpurnar í flokknum eru ríkjandi Íslandsmeistarar, komnar langt í færni sinni og æfa með eldri stelpum er æskilegt að umsækjendur hafi íþróttabakgrunn og helst úr boltaíþróttum. Æfingar eru sem hér segir: Mán kl.17:00, Mið kl.17:00, Fös kl.17:30, Lau kl. 14:00, Sun kl. 12:00

Nánari upplýsingar í síma 862-4714 eða tölvupóst á athena@athenabasketball.com.

20191011_Athena_191.jpg

11 ÁRA IÐKENDUR UMFK/AÞENU FÁ EKKI AÐ TAKA ÞÁTT Í ÍSLANDSMÓTI

Í lok sumars stofnaði Ungmennafélag Kjalnesinga (UMFK) körfuknattleiksdeild innan félagsins og hóf samstarf við Aþenu íþróttaakademíu um körfuknattleiksþjálfun hjá félaginu. UMFK sótti um aðild að Körfuknattleikssambandi Íslands (KKÍ)…

Screen%2BShot%2B2019-10-17%2Bat%2B23.37.35.jpg

MARGRÉT BJÖRG NÝR ÞJÁLFARI

Margrét er nýr þjálfari í Aþenu. Margrét er félagsfræðingur sem rannsakað hefur kynjamisrétti í íþróttum. Þegar hún heyrði af Aþenu fannst henni tilvalið að bjóða sig fram sem þjálfara og hætta að rannsaka eitthvað sem er svo skýrt að allir sjá það og …

 
20190928_144540.jpg

FYRSTI LEIKUR AÞENU

Aþena spilar sína fyrstu opinberlegu leiki sunnudaginn 29. september í íþróttahúsi Hauka í Hafnarfirði. Fyrsti leikurinn er gegn Stjörnunni og er í c-riðli 9.flokks kvenna og hefst hann klukkan 14:30. Leikurinn er sérstakur fyrir þær sakir að í liði Stjörnunnar eru margar stúlkur sem tvívegis urðu Íslandsmeistarar með leikmönnum Aþenu.

Screen Shot 2019-10-18 at 01.19.34.png

FRÉTTIR OG UMMÆLI Á SAMFÉLAGSMIÐLUM - VIÐTÖL VIÐ FYRRVERANDI LEIKMENN

Heimasíða Aþenu hefur tekið saman flestar fréttir og ummæli sem hafðar hafa verið um yfirþjálfara Aþenu, iðkendur og aðstandendur síðustu 2 árin. Einnig er hægt að finna viðtöl við fyrrverandi leikmenn Brynjars á síðunni. Aþenuhópurinn hefur aldrei viljað neitt annað en að fá rökstuðning fyrir því af hverju strákar og stelpur í minnibolta mega ekki spila á móti hvort öðru á mótum KKÍ. Smelltu á “Lesa meira” til að skoða safnið.

Screen Shot 2019-10-17 at 23.33.24.png

MERKI AÞENU

Aþena er grísk gyðja visku og hernaðarkænsku. Hún er dóttir Seifs og Metisar, og ein af Ólympsguðunum tólf. Hún var gyðja visku, herkænsku, vefnaðar og ýmiskonar handverks. Sagan segir að við komu hennar í heiminn hafi Seifur étið …

Screenshot_3.png
 
Skapgerð

Þó að þjálfun íþróttafólksins okkar í íþróttagreininni sé eins og best verður á kosið er aðalmarkmið Aþenu að hafa afgerandi áhrif á skapgerð íþróttafólksins. Aðalmarkmið okkar er að auka virði unga fólksins og skila þeim áfram inn í samfélagið sem hæfari einstaklingum. Hópíþróttir eru sérstaklega vel til þess fallnar að búa til umhverfið sem við þurfum til að kenna ungu fólki að ná persónulegum árangri og efla leiðtogahæfni þess. Aþena veitir einstakan stuðning við foreldra í eflingu tilfinningaþroska barna sinna og gerir kröfu um þátttöku þeirra í þjálfun íþróttafólksins að einhverju leiti.

 
 
Screenshot_7.png