Umsókn Aþenu um stofnun félags óafgreidd í tæp 2 ár

Þann 14. ágúst 2019 sendi Aþena inn umsókn um stofnun íþróttafélagsins til ÍBR og ÍSÍ svo krakkarnir okkar geti keppt undir merkjum Aþenu á Íslandsmóti. 18 mánuðum síðar er efnið enn til umfjöllunar hjá ÍSÍ en engin formleg svör eða ábendingar hafa borist um ástæður þess að umsóknin liggur enn óafgreidd. Hér er tímalínan frá því að umsóknin var send inn og hver staðan á henni er í dag:

Umsóknarferli Aþenu íþróttafélags að ÍBR

Árið 2019

  • 14. ágúst. Umsókn send.
  • 14. ágúst. Móttaka umsóknar staðfest. Spurt um heimilisfang.
  • 14. águst. Spurningu um heimilisfang svarað.
  • 28. ágúst. Umsókn tekin fyrir á stjórnarfundi (skv. Fundargerð 1666. fundar)
  • 29. september. Kanna hvort umsókn hari verið tekin fyrir á stjórnarfundi
  • 30. september. Svar um að: “Umsóknin var tekin fyrir og vísað til laganefndar ÍBR.  Það hefur ekki náðst að koma henni saman, fólk á ferð og flugi, en nú ætti að fara að verða fundarfært.  Við erum með stjórnarfund á miðvikudaginn þar sem eru umsóknir fleiri nýrra félaga til umfjöllunar þannig að það þarf að halda fund í laganefndinni eins fljótt og hægt er eftir það.” 
  • 17. október. Laganefnd ÍBR sendir athugasemdir
  • 28. október. Breytingar gerðar og spurt um hvor skýrsla um kosningu skoðunarmanni þurfi að fylgja með umsókn
  • 31. október: svar um þess þarf ekki
  • 2. nóvember: endurskoðuð lög send ÍBR
  • 17. nóvember: ÍBR spurt um stöðuna
  • 18. nóvember: Frímann framkvæmdastjóri ÍBR svarar “Þetta er farið til ÍSÍ til umfjöllunar.”
  • 20. nóvember: Skilaboð frá ÍBR: ÍSÍ spyr hvaða íþróttagreinar félagið býður upp á
  • 20. nóvember: (3 mín síðar) spurningu ÍSÍ svarað
  • 28. nóvember:  ÍBR spurt um stöðuna
  • 29. nóvember: svar ÍBR: “Það eru mörg félög að sækja um þessa dagana og þetta er týnast inn jafnt og þétt.  Gefum þeim nokkra daga enn.”

 

Árið 2020

  • 9. janúar: ÍBR spurt um stöðuna
  • 17. janúar: aftur spurt um stöðuna, minnt á að í lok nóv virtist þetta spurning um einhverja daga
  • 21. janúar: svar ÍBR´: “Málið er enn til umfjöllunar hjá ÍSÍ en mér skilst að það styttist í niðurstöðu.”
  • 21. apríl: spurt um stöðuna. Ítrekað að 3 mánuðir síðan “styttist í niðurstöðu” og að ÍSÍ hafi skoða lögin 20. nóvember
  • 29. apríl: spurning um stöðuna endurtekin.
  • 22. maí: hringt 3x í Frímann, ekki svar
  • 22. maí: sendi tölvupóst um árangurslaus símtöl og bið um fund
  • 25. maí: Frímann hringir til baka, fæ fund. Fæ að vita að ÍSÍ hafi ætlar að klára mál þennan sama daga
  • 28. maí: Minni á að ÍSÍ hafi sagst ætla að klára málið fyrr í vikunni. Bið um að ýtt sé á ÍSÍ
  • 2. júní: 8:30 fundur
  • 2. júní eftir fund með Frímanni þá fáum við hitta Líneyju framkvæmdastjóra ÍSÍ. Líney talar um að það sé ruglingslegt að annað félag sé með svipað nafn og félagið en ekki að það sé bannað.
  • 5. júní sendi Líneyju póst. Líney hringir í Brynjar Karl
  • 11. júní sendi póst á Frímann (Frímann hefði þurft að taka fyrir á fundi 8. júní)
  • 11. júní Frímann  svarar: “Ég hef aðeins heyrt í ÍSÍ og skil það svo að málið snúist ekki um mögulega vankanta á lögum félagsins heldur tengingu þess við annað félag þ.e. íþróttaakademíuna Aþenu. “
  • 27. október. Aþena óskar aftur eftir að ÍBR taki fyrir umsókn. “Til að fyrirbyggja misskilning þá hefur Aþena íþróttaakademía ehf fengið nýtt nafn.”
  • 27. október Frímann svarar: “Við erum búin að taka umsóknina fyrir og senda hana til ÍSÍ þannig að ég tel ekki að við þurfum að taka hana fyrir aftur.  Hinsvegar skal ég koma því áleiðis til ÍSÍ að akademían hafi fengið annað nafn.  Miðað við þeirra orð þá má gera ráð fyrir að sú ráðstöfun skipti máli fyrir afgreiðslu málsins hjá þeim.  Um leið og málið hefur fengið afgreiðslu og samþykki hjá ÍSÍ þá liggur ekkert annað fyrir en að ljúka málinu okkar megin á næsta stjórnarfundi þar á eftir.”
  • 28. október. Frímann “Getur þú sent mér afrit af staðfestingu á þessari breytingu á nafni akademíunnar?” Hún er send samdægurs (og bent á að staðfestingu megi einnig finna í fyrirtækjaskrá)
  • 29. október. Frímanni send kt. íþróttafélagsins 
  • 29. október Frímann svarar: “ÍSÍ bendir á heimasíðuna www.athenabasketball.com og að þar sé ennþá ýmist vísað til Aþenu íþróttafélagsins eða Aþenu akademíu, líkt og var áður.” Athugasemd: ÍSÍ fann á örfáum stöðum á ensku síðunni fyrir okkar mistök vísað til akademíu.
  • 19. nóvember. Jóhanna bendir á að allar tilvitnanir í akademíu sé horfnar af vefsíðu og spyr hvort ÍSÍ geti lokið málinu
  • 20. nóvember. Fríman svarar og segist munu tala við ÍSÍ
  • 24. nóvember. Frímann  “Þetta fer vonandi fyrir næsta fund hjá þeim og ætti þá að vera hægt að klára hjá okkur fyrir jól.”

 

Árið 2021

  • Ekkert hefur heyrst frá ÍBR eða ÍSÍ síðan 24. nóvember 2020. 
  • 3. mars er formlegt erindi sent á ÍBR og ÍSÍ og kvartað yfir umsóknarferlinu sem engan vegin getur talist eðlilegt að taki 18 mánuði. Ítrekað er að Eins og á öllum stigum málsins er Aþena tilbúin að veita hvers kyns upplýsingar sem þörf kann að vera á eða gera breytingar sem kunna að eiga sér stoð í lögum ÍBR eða ÍSÍ.”
  • 7. mars er kvörtun vegna óhóflegs dráttar við meðferð á aðildarumsókn Aþenu íþróttafélags til Íþróttabandalags Reykjavíkur send Umboðsmanni Alþingis.
  • 8. mars biðjum við Frímann framkvæmdastjóra ÍBR um fund og segjum “Komið hefur fram frá þér að ÍSÍ sjá ekki neina vankanta á lögum félagsins. Einnig eru önnur skilyrði sem eiga sér stoð í lögum ÍSÍ uppfyllt. ÍSÍ er því ekki stætt á að hafna umsókninni. ÍSÍ virðist hins vegar ætla að tefja málið. ÍSÍ getur það hins vegar aðeins á meðan ÍBR leyfir það. Af samskiptum mínum við þig þá tel ég að hvorki þú né ÍBR sé sátt við vinnubrögðin hjá ÍSÍ í þessu máli og biðla til þín að hjálpa okkur.”
  • 11. mars segir ÍBR/Frímann “Erindi ykkar var tekið fyrir á fundi stjórnar ÍBR í gær.  Samkvæmt lögum ÍSÍ þarf ÍSÍ að staðfesta lög félaga.  ÍBR bíður eftir staðfestingu frá ÍSÍ varðandi lög Aþenu íþróttafélags.  Á meðan sú staðfesting er ekki fyrir hendi þá getur stjórn ÍBR ekki klárað aðildarumsókn ykkar.”
  • 11. mars ÍBR/Frímann tekur undir það í tölvupósti að 18 mánuðir sé óhóflegur tími: “18 mánuðir eru of langur tími að okkar mati og við höfum bæði bent á það í tölvupóstum, símtölum og átt fund með ÍSÍ vegna málsins og erum á þessum stað samt.”
  • 11. mars er óskar eftir fundi með Líneyju framkvæmdastjóra ÍSÍ eða svörum vegna málsins.”Við höfum brugðist við öllu athugasemdum og ekki fengið frekari athugasemdir þrátt fyrir fyrirspurnir. Við erum tilbúin að aðlaga okkur að öllum þeim athugasemdum sem eiga sér stoð í lögum ÍSÍ. Við óskum eftir formlegu svari eða fundi mér þér, eða öðrum sem hefur heimild/umboð til að taka ákvarðanir fyrir hönd ÍSÍ til að hægt sé að ljúka málinu sem fyrst. Einnig væri gott ef möguleiki að Frímann mætti líka enda erum við að sækja um aðild að ÍBR en ekki ÍSÍ.”

ÍSÍ hefur ekki svarað póstinum sem við sendum 11. mars