Merki Aþenu

Merki Aþenu

Aþena er grísk gyðja visku og hernaðarkænsku. Hún er dóttir Seifs og Metisar, og ein af Ólympsguðunum tólf. Hún er gyðja visku, herkænsku, vefnaðar og ýmiss konar handverks. Sagan segir að við komu hennar í heiminn hafi Seifur étið Metisu rétt áður en hún átti að fæða Aþenu. Fljótlega eftir það fær Seifur mikinn höfuðverk sem varð til þess að hinir guðirnir gerðu gat á hausinn á honum, þaðan stekkur Aþena út í fullum herklæðum með miklu herópi.

Í dag var tekið í notkun nýtt merki Aþenu. Hönnunin var boðhlaup nokkurra listamanna sem hver á fætur öðrum tók merkið í næsta stig. Hönnuðirnir voru beðnir að vinna með þrjú atriði í merkinu fyrir utan nafið sjálft. Fyrst ber að nefna einkunnarorð Aþenu. “QUOD OBSTAT VIAE FIT VIA” sem þýðir á íslensku: “Þegar hindrunin í veginum verður vegurinn”. Setningin er í anda stóuspekinnar og á einkar vel við upphaf og ástæður stofnunar Aþenu.

Aþena er verndari grísku borgarinnar Aþenu og hof hennar er á Akrópolis hæð. Fylgigoð hennar er Nike. Helstu kennitákn hennar eru herklæði, skjöldur og ugla. En uglan skipar stóran sess í merki íþróttafélagsins.

Oft má finna stofnár félaga í merkjum þeirra en sjaldnar dagsetningar. En þar sem stofnun félagsins er skráð á kvenréttindadaginn og andi jafnréttisbaráttu er stór í stofnun Aþenu var við hæfi hafa dagsetninguna í merkinu.