Margét Björg er nýr þjálfari

Margrét Björg er nýr þjálfari.

Margrét er félagsfræðingur sem rannsakað hefur kynjamisrétti í íþróttum. Þegar hún heyrði af Aþenu fannst henni tilvalið að bjóða sig fram sem þjálfara og hætta að rannsaka eitthvað sem er svo skýrt að allir sjá það og fara að vinna að því að jafna leikinn á milli kynjanna. Margrét er fótboltastelpa sem spilaði með U19 þegar hún var yngri og er að spila í Pepsi-deildinni með Fylki en hefur aldrei æft körfu. Margrét hefur lagt mikið á sig til þess að komast inn í undirstöðuatriðin í körfu til þess að geta miðlað til yngri leikmanna. Margrét er baráttukona sem er tilbúin að vaða eld og brennistein með réttlætiskennd og trú á jafnrétti að leiðarljósi.