Leikstjóri ‘’Hækkum Rána’’ í viðtali á K100.

Leikstjórinn Guðjón Ragnarsson, sem hefur á síðustu 5 árum verið að fylgja stelpunum okkar, við gerð heimildarmyndarinnar ‘’Hækkum Rána’’, var í viðtali hjá Sigga Gunnars, og Loga Bergmann á K100.

‘’Hugmyndin kom upp 2015. Þá kynntist ég Brynjari Karli eftir að ég flyt heim, eftir að vera búinn að vera í leiklistarnámi í Los Angeles. Eftir stutt kynni við Brynjar, býður hann mér á æfingu hjá stelpunum. Ég stend þarna algjörlega gáttaður á fyrstu æfingunni. Bæði hvernig hann talar við þær, og líka hvernig þær svara honum. Það var algjörlega rafmagnað andrúmsloft, þannig ég hugsaði með mér að það þyrfti eitthver að taka þetta upp.’’

 

Sagði Guðjón Ragnarsson, þegar hann var spurður hvernig þessi hugmynd hjá honum kviknaði.

https://k100.mbl.is/brot/spila/11110/?fbclid=IwAR3jGIGWAc22RM1LfITDHR2ff4xO30B7CtAdEIAa9bCvkG2kEl0RataZfF4