Aþena er íþróttafélag sem var stofnað í kringum samfélagsverkefni með það að markmiði að valdefla ungt fólk. Aþena er fyrir allt ungt fólk og sérstök áhersla er lögð á að koma til móts við þarfir stúlkna og ungra Íslendinga af erlendum uppruna. Aþenu er einnig ætlað hafa uppbyggjandi áhrif á ríkjandi gildi í þjálfun ungs fólks sérstaklega þegar kemur að tilfinningaþroska þeirra og réttindum. Lesa Meira.
Okkur tækist þetta ekki án styrktaraðila okkar



Tíðindi
Tilkynning um aðalfund
Aðalfundur Aþenu íþróttafélags verður miðvikudaginn 3. maí 2023 kl 20.30 Lerkiási 12 Garðabæ. Dagskrá er hefðbundin aðalfundarstörf.
Baráttan heldur áfram
Þing KKÍ verður haldið 25.mars. Aþena, UMFK, Leiknir munu senda inn tilllögu sem gerir löglegt að strákar og stelpur spili saman í yngstu flokkum Íslandsmóta KKÍ. Þróunin í þessu máli er mesta hneyksli í sögu KKÍ. 2017-2018. ÍR vill skrá
Tilkynning um aðalfund
Aðalfundur Aþenu íþróttafélags verður miðvikudaginn 18. maí kl 20.30 Lerkiási 12 Garðabæ. Dagskrá er hefðbundin aðalfundarstörf. Tillögur að lagabreytingum.
Viðtöl
Hér má sjá ýmis viðtöl við stelpurnar í Aþenu, Brynjar Karl þjálfara og aðra aðdáendur hópsins.
Skapgerð
Þó að þjálfun íþróttafólksins okkar í íþróttagreininni sé eins og best verður á kosið er aðalmarkmið Aþenu að hafa afgerandi áhrif á skapgerð íþróttafólksins. Aðalmarkmið okkar er að auka virði unga fólksins og skila þeim áfram inn í samfélagið sem hæfari einstaklingum. Hópíþróttir eru sérstaklega vel til þess fallnar að búa til umhverfið sem við þurfum til að kenna ungu fólki að ná persónulegum árangri og efla leiðtogahæfni þess. Aþena veitir einstakan stuðning við foreldra í eflingu tilfinningaþroska barna sinna og gerir kröfu um þátttöku þeirra í þjálfun íþróttafólksins að einhverju leiti.