Eybjört Ísol Torfadóttir situr fyrir svörum

Nú á dögunum tók morgunblaðið viðtal við Eybjörtu Ísól Torfadóttur. Í viðtalinu var hún meðal annars spurð um körfubolta ferilinn sinn, hvernig Brynjar Karl sé sem þjálfari, og hvernig henni fannst að sjá loksins myndina umtöluðu ‘’Hækkum Rána’’.

‘’Við vildum fá að spila við stráka, ekki bara til þess að fá meiri samkeppni, heldur líka til að þeir lærðu að bera virðingu fyrir stelpum og sýna þeim að við erum jafningjar þeirra. Við vildum líka fá svör af hverju við máttum ekki keppa við stráka, en fengum það aldrei’’

Sagði Eybjört þegar hún var spurð um afhverju þau höfnuðu gullverðlaununum sem þær unnu í MB 11 ára 2019.

Við erum stolt af íþróttafólkinu okkar og er Eybjört fyrirmynd, innan sem utan vallar.