Brynjar Karl og Kjartan Atli fara djúpt í fræðin
Brynjar mætti í hlaðvarpsþáttinn, Sportið í dag, til Kjartans Atla og fóru þeir víðann völl. Hér er brot úr frétt frá viðtalinu sem birtist á Vísi. Þáttinn er hægt að hlusta á í heild sinni hér fyrir neðan.
Brynjar Karl Sigurðsson og stelpurnar sem hann þjálfar í körfuboltaliði Aþenu komu að læstum dyrum víðast hvar í Reykjavík áður en þau fengu æfingaaðstöðu á Kjalarnesi. Nú vilja þau kaupa húsnæði fyrir einn milljarð króna.
Frá þessu greindi Brynjar Karl í ítarlegu spjalli við Kjartan Atla Kjartansson í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða í útvarpsappi Bylgjunnar.