Brynjar Karl í Kastljósi

Yfirþjálfari Aþenu, Brynjar Karl Sigurðsson, rauf þögnina í gær, eftir 4 ára fjölmiðla þagnarbindindi. Um morguninn fór hann til Frosta og Mána á X977, og síðar þann dag fór hann í viðtal hjá Einari í Kastljósinu.

Einar spurði hann út þjálfunaraðferðir hans og umtalið við kjölfar ‘’Hækkum rána’’.

„Partur af því að styrkja mótlætaþol hjá börnum er að setja þau í erfiðar aðstæður,“ Segir Brynjar.

Einar spyr hvort aðferðir hans séu eitthvað sem honum finnst að allir þjálfarar eigi að tileinka sér segir Brynjar Karl svo alls ekki vera. „Þú þarft að vera mjög fær í því að gera þetta, þú þarft að vita hvar línan er og þú þarft að byggja upp traust. Þetta er ekkert sem þú hristir fram úr erminni,“ segir hann.

Allt viðtalið má sjá á vef ríkissjónvarpsins 

Þú þarft að vita hvar línan er og byggja upp traust