Brynjar Karl hjá Sölva Tryggva

Sölvi Tryggvason heldur úti einum vinsælasta hlaðvarpsþætti á Íslandi, og var Brynjar Karl næsti gestur hans nú á dögunum.

Þeir fóru yfir vítt svið á rúmum tveimur klukkutímum í skemmtilegu spjalli.

Á youtube síðu hlaðvarpsins, lýsa þeir Brynjari Karli svona.

”Brynjar Karl Sigurðsson er umdeildasti þjálfari Íslands. Hann hefur undanfarin ár þjálfað ungar stúlkur í körfubolta, sem spila nú með íþróttafélaginu Aþenu. Kvikmyndin ,,Hækkum Rána” sem nýverið kom út og fjallar um ferðalag Brynjars og stúlknanna hefur vakið gífurlegt umtal í samfélaginu. Í þættinum ræða Sölvi og Brynjar um allt ferlið í kringum kvikmyndina og þjálfunina, feril Brynjars og aðferðir hans og margt margt fleira.” 

Allt viðtalið má hlusta á spotify, eða í youtube hér fyrir neðan.