Brynjar Karl hjá Snorra Björns

Brynjar mætti í hlaðvarpsþáttinn hjá Snorra Björnssyni á dögunum. Snorri og Brynjar fara yfir allt frá uppruna og árangur Sideline Sports yfir í hvað leiddi hann í að hrista upp í viðmiðum samfélags. Þáttinn er hægt að hlusta á í heild sinni hér fyrir neðan.

“You can’t make a pig a race horse, but you can make a pretty fast pig” – Þetta hefur alltaf fests með mér, mér finnst svo gaman að þjálfa svín. Mér finnst svo gaman þegar svínin pakka veðhlaupahestunum saman.

Brynjar Karl, stofnandi og eigandi Sideline Sports (hugbúnaður notaður af færustu þjálfarateymum heims: NBA, NFL, Bandaríski herinn ofl.), eigandi KeyHabits, meistari í kvíðanum og þjálfari íþróttafélagsins Aþenu. Brynjar hefur 35 ára starfsreynslu, unnið með herakademíum í Bandaríkjunum, Alþjóða körfuknattleikssambandinu (FIBA) og virtum þjálfurum um allan heim en ákvað að taka erfiðasta verkefni lífs síns að sér á hliðarlínunni: að þjálfa ungar stelpur í körfubolta. Vegferðin og þjálfunaraðferðir Brynjars stinga í stúf og samfélagið situr ekki á skoðunum sínum þegar kemur að börnunum. Börnin eru þá ekki vandamálið í augum Brynjars heldur foreldrarnir og íþróttafélögin – enda fengu kraftar og hugmyndafræði hans óvæntan mótbyr. Við ræðum tvískiptan feril Brynjars, sem þjálfari og frumkvöðull í ótrúlegu harki í Bandaríkjunum, Sideline Sports, vanviðring samfélagsins á börnum, innihaldslaus hrós foreldra til kvíðna barna, slagsmál stelpna og hvar Brynjar fer á skjön við samfélagið.