Hækkum Rána í Sjónvarp Símans Premium

Heimildarmyndin Hækkum rána er komin á Sjónvarp Símans Premium – 12. Feb 

Heimildarmyndin Hækkum rána er komin á Sjónvarp Símans Premium. Einnig sýnd í opinni dagskrá, núna á sunnudaginn 13. febrúar kl. 18:45.

Þetta er saga stúlknanna í Aþenu.

Mögnuð heimildarmynd um réttindabaráttu 8-13 ára stúlkna sem vilja breyta viðmiðum í kvennakörfu á Íslandi, þjálfaðar af óvenjulegum þjálfara sem hækkar í sífellu rána.

Árið 2015 var körfuboltaflokkur fyrir stelpur stofnaður á Íslandi. Þær voru þjálfaðar eins og leiðtogar utan vallar og afrekskonur innan vallar. Þær settu sér snemma það markmið að keppa ávallt við þá bestu og voru sigursælar í drengja- og stúlknamótum. Þetta er saga 8-13 ára stúlkna sem vildu breyta viðmiðum í kvennakörfu á Íslandi. Með miklum fórnarkostnaði tókust þær á við það mótlæti sem því fylgdi.

 

<iframe width=”560″ height=”315″ src=”https://www.youtube.com/embed/bFeuHDorTpI&#8221; title=”YouTube video player” frameborder=”0″ allow=”accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture” allowfullscreen></iframe>