Brynjar Karl

Brynjar nam sálfræði við UAM í Bandaríkjunum þar sem hann var á körfuboltaskólastyrk og í framhaldi af því stofnaði hann Sideline Sports, fyrirtæki sem sérhæfir sig í gæðastjórnun fyrir þjálfara og atvinnulið í íþróttum. Í starfi sínu hjá Sideline Sports er Brynjar ráðgjafi fyrir þjálfara atvinnumannaliða í stærstu íþróttadeildum vestanhafs, til að mynda NBA, NFL og fjölda íþróttaliða við Bandaríska háskóla, en einnig hérna megin hafsins, t.d. hjá English Premier League í Englandi.
Frá árunum 2004 – 2012 sá Brynjar um að útbúa kennsluefni fyrir tækniþjálfun, leikfræðikennslu og styrktarþjálfun í körfubolta fyrir Alþjóða körfuknattleikssambandið (FIBA). Á sama tíma sá hann um að leikgreina heimsmeistaramót og Ólympíuleika í körfubolta fyrir FIBA.
Brynjar er afar reyndur fyrirlesari og námskeiðahaldari. Árið 2010 stofnaði hann Key Habits sem nú rekur starfsemi sína í Reykjavík og London. Þar starfar Brynjar í dag og sérhæfir sig í hugarþjálfun, persónulegri markmiðastjórnun og aukinni tilfinningagreind. Hann á stóran þátt í þeirri vakningu sem átt hefur sér stað á þeim sviðum hér á landi síðustu ár.