Cart 0
 

 
Tristan3 (3).png
 
 

Tilgangur Aþenu

Aþena er íþróttaakademía stofnuð í kringum nokkur samfélagsverkefni þar sem markmiðið er að valdefla ungt fólk í gegnum íþróttir. Aþena er opin fyrir allt ungt fólk en sérstök áhersla er lögð á að koma til móts við þarfir stúlkna og ungra Íslendinga af erlendum uppruna til þess að hjálpa þeim sjálfum að jafna leikinn í íþróttum. Aþenu er einnig ætlað hafa áhrif á ríkjandi viðmið og gildi í þjálfun ungs fólks sérstaklega þegar kemur að tilfinningaþroska þeirra og réttindum.

 
 
 

Stelpur

Á meðan að kvenfólki er sýnt ójafnrétti í íþróttagreinum og ójafnvægi ríkir á milli kynja þarf Aþena að vera fyrirmynd í verki og halda uppi umræðu og vörnum. Sú vinna á ekki bara að snúa að aðstöðu og aðbúnaði heldur einnig viðmiðum, viðhorfi og hegðun gagnvart kvenkyns íþróttafólki.

 
Tanja4.png
Gréta3.png
 
 

Íslendingar af erlendum uppruna

Þátttaka ungra Íslendinga af erlendum uppruna í íþróttum er töluvert lægri en meðal annarra hópa samfélagsins. Markmið Aþenu er búa til tilraunaverkefni sem sýnir í verki hvernig best er að virkja þennan hóp í íþróttum. Íþróttir eru sérstaklega vel til þess fallnar að auðvelda nýbúum að aðlagast samfélaginu. Aþena ætlar að stuðla að jafnrétti og jöfnum tækifærum í íþróttum óháð litarhætti, kynþætti, þjóðernisuppruna, tungu, trúarbrögðum eða stöðu og persónulegum einkennum einstaklinganna að öðru leiti.

 
 

Kvenþjálfarar

Engin kona hefur þjálfað karlalið í efstu deild í handbolta, körfubolta eða fótbolta á Íslandi. Hins vegar er mikill meirihluti þjálfara í kvennadeildum í sömu íþróttagreinum karlar. Aþena ætlar af öllum mætti að leggja lóð sín á þær vogaskálar sem jafna hlut kvenna í þessum málaflokki. Starfrækt verður þjálfaranám samhliða þjálfun unga fólksins þar sem sérstök áhersla verður lögð á að fjölga og auka árangur kvenna í íþróttaþjálfun.

 
Þórdís3.png
 
Kolka3.png
 
 

Skapgerð er endanlegt markmið

Þó að þjálfun íþróttafólksins okkar í íþróttagreininni sé eins og best verður á kosið er aðalmarkmið Aþenu að hafa afgerandi áhrif á skapgerð íþróttafólksins okkar. Aðalmarkmið okkar er að auka virði unga fólksins og skila þeim áfram inn í samfélagið sem hæfari einstaklingum. Hópíþróttir eru sérstaklega vel til þess fallnar að búa til umhverfið sem við þurfum til að kenna ungu fólki að ná persónulegum árangri og efla leiðtogahæfni þess. Aþena veitir einstakan stuðning við foreldra í eflingu tilfinningaþroska barna sinna og gerir kröfu um þátttöku þeirra í þjálfun íþróttafólksins að einhverju leiti.

 

Eins og staðan er í dag er verkefnið Aþena á byrjunarreit. Fjórir flokkar eru starfræktir í samvinnu við Ungmennafélag Kjalnesinga (UMFK). Á næstu mánuðum og árum er markmiðið að finna varanlegt húsnæði fyrir starfsemina til að geta geta sinnt um 200 krökkum hverju sinni.

 
unnamed+%281%29.jpg
 
Screenshot_3.png