“Uppeldi, þjálfun og kennsla er persónumótun – til að ná alvöru árangri þarf ótrúlega ástríðu fyrir verkefninu; að gefa börnum og ungmennum allt sitt allra besta. Því miður er þessi eldmóður ekki alltaf fyrir hendi sem getur endað með vanmati á getu barna, of litlum kröfum og jafnvel afskiptaleysi. Þess vegna gladdi hjarta mitt að fylgjast með æfingum hjá Aþenu og finna eldmóðinn. Ég sá þessa ástríðu og metnað og ekki síður traust og sterk tilfinningatengsl milli bæði stúlkna og drengjahópsins við Brynjar Karl og þjálfarateymið hans. Upplitsdjörf og glöð börn sem svöruðu óhikað öllum mínum spurningum.”