Key Habits býður þeim fyrirtækjum sem styrkja Aþenu þjálfun fyrir starfsmenn sína
Í boði er ein af vinsælustu vinnustofuseríum Key Habits Persónuleg Stefnumótun sem samanstendur af: Viðmið, Gildismat og Persónuleg Stefnuyfirlýsing. Þessi vinna er grundvöllur þess að fyrirtæki geti með góðum árangri sett kröfu á starfsfólk sitt um að framfylgja stefnu fyrirtækisins. Auk þess gagnast lítið að vera í stefnumótunarvinnu með einstaklinga sem hafa aldrei gert sína persónulegu stefnuyflýsingu.
Allir þátttakendur fá hugbúnað til þess að einfalda vinnu sína.
Í key Habits þjálfuninni lærir starfsfólk að:
-Skilja mátt viðmiða í vinnu og almennu lífi.
-Sannreyna raungildi sín.
-Leiðir til þess að tengjast kjarnagildum.
-Skrifa upp einfalda og áhrifaríka persónulega stefnuyfirlýsingu.
Key Habits og fyrirtækið þitt styrkja íþróttafélagið Aþenu
Aþena er íþróttafélag sem stofnað er af stelpum og hefur einsett sér að auka virði kvennaíþrótta á Íslandi og víðar. Önnur markmið félagsins eru að efla íþróttaþátttöku Íslendinga af erlendum uppruna. Gildi félagsins snúast um að nýta íþróttir til þess að þróa með iðkendum og þjálfurum sterka og verðmæta skapgerð.
Aþena var stofnuð 19. júní 2019 og hefur vakið mikla athygli á Íslandi og erlendis. Þó svo að síðustu þrjú ár hafa verið hindrunum stráð hefur Aþena með mikill seiglu komið sér í þá stöðu að hægt sé að byggja upp einstakt félag sem á að geta haft mikil áhrif á íslenskt íþróttalíf.
Aðstaða loksins tryggð
Nú er svo komið að Aþena hefur fengið aðgengi að íþróttahúsinu í Austurbergi sem gerir frekari uppbyggingu félagsins mögulega. Með þessari nýtilkomnu aðstöðu gefst Aþenu tækifæri til þess að bjóða upp á þjálfun fyrir stelpur á öllum aldri í Efra-Breiðholti (Fell og Hólar), þar sem íþróttaþátttaka barna er með lægsta móti í Reykjavík.
Þessu til viðbótar er meistaraflokkur félagsins, sem samanstendur af lang yngsta leikmannahóp í fyrstu deild kvenna, í stórsókn og stefnir á að spila um sæti í úrvalsdeild kvenna á næsta tímabili. Þrátt fyrir að almennur rekstur félagsins sé ekki kostnaðarsamur, þar sem allir þjálfarar og aðstandendur félagsins eru í sjálfboðavinnu, er félagið að taka sín fyrstu skref með erlenda atvinnukonu í meistaraflokki sem liður í því að skapa ný viðmið fyrir unga leikmannahópinn og gera liðið samkeppnishæfara í fyrstu deild.
Vinnustofa fyrir starfsmenn
1.000.000 kr. styrkur
Þjálfun fyrir 10 starfsmenn
Í boði að velja úr 4 Key Habits námskeiðum
Vinnustofa fyrir stjórnendur
1.000.000 kr. styrkur
Þjálfun fyrir 5 stjórnendur
Í boði að velja úr 4 Key Habits námskeiðum
Bakhjarl
5×4 metra fáni í sal.
Logo fyrirtækis á:
- Leikskrám
- Auglýsingum
- Fjölmiðla “Back Drop”
- o.fl.
Fyrirlestur fyrir starfsmenn
250.000 kr. styrkur
2 klst. örnámskeið hjá Brynjar Karli
Auglýsingaskilti í sal
250.000 kr.
Hátt í 200 manns hafa komið í heimsókn undanfarin ár og kynnt sér starfsemi Aþenu.
Þetta segja þau um þjálfunina:
“Íþróttaþjálfun barna á að leggja áherslu á að efla tilfinningafærni þeirra. Þess konar þjálfun er að mínu viti það sem 21. öldin er meir og meir að byrja að fókusa á. Fyrsti vísirinn að því hér á landi er Aþena, viskugyðjan.”

“Mér finnst einstaklega áhugavert að fylgjast með þjálfunaraðferðum Brynjars Karls og samstarfsfólki hans í Aþenu. Iðkendum er kennt, í gegnum þroskuð samtöl, að takast á við mótlæti innan vallar sem utan med því að læra á eigin tilfinningar, skipuleggja tíma sinn og forgangsraða.”

“Uppeldi, þjálfun og kennsla er persónumótun – til að ná alvöru árangri þarf ótrúlega ástríðu fyrir verkefninu; að gefa börnum og ungmennum allt sitt allra besta. Því miður er þessi eldmóður ekki alltaf fyrir hendi sem getur endað með vanmati á getu barna, of litlum kröfum og jafnvel afskiptaleysi. Þess vegna gladdi hjarta mitt að fylgjast með æfingum hjá Aþenu og finna eldmóðinn. Ég sá þessa ástríðu og metnað og ekki síður traust og sterk tilfinningatengsl milli bæði stúlkna og drengjahópsins við Brynjar Karl og þjálfarateymið hans. Upplitsdjörf og glöð börn sem svöruðu óhikað öllum mínum spurningum.”

“Dóttir mín byrjaði að æfa með Aþenu fyrir tæpu ári síðan. Við höfum verið afskaplega ánægð með árangurinn sem það hefur skilað bæði innan sem utan vallar. Brynjar Karl og Aþena standa fyrir virkilega flottu og metnaðarfullu prógrammi.”

“Aþena og Brynjar Karl eru að gera mjög þarft verkefni í íslensku samfélagi. Það er einfaldlega verið að þjálfa upp hæfari einstaklinga og leiðtoga til þess að takast á við lífið. Það er gert með mjög skipulagðri og agaðri starfsemi þar sem það er hlustað á unga fólkið.”

“Það sem ýtir hvað mest við mér er þegar ég sé hvað er hægt að virkilega kenna þessum krökkum. Ég mæli með fyrir alla að fara og sjá hvernig er verið að vinna með krakkana hjá Aþenu.”

“Þetta prógramm ‘inspirerar’ mig í því sem ég er að gera. Þarna er verið að setja kröfur á iðkendur og foreldra til þess að ná fram því besta úr eintaklingnum bæði sem íþróttamanni og persónu.”

“Mér þykir þetta verkefni hjá Brynjari afskaplega áhugavert. Því ber að fagna þegar fólk er tilbúið að setja svona mikinn kraft í að efla börn og unglinga.”

“Ég hef unnið náið með Brynjari í þjálfun. Aðferðir hans og nálgun eru framúrskarandi. Það verður gaman að fylgjast með upprisu Aþenu á komandi árum.”

“Brynjar Karl og stelpurnar vinna hug og hjörtu allra sem sjá ,,Hækkum rána”. Ég hef verið svo heppinn að kynnast eldhuganum Brynjari og get endalaust af honum lært.”

“Uppbygging Aþenu er metnaðarfullt og þarft verkefni. Það er mjög mikilvægt að svona þjálfun sé í boði fyrir þá sem það vilja. Ég hef reynslu af því að vinna með Brynjari Karli og ég treysti engum betur fyrir þessu verkefni.”

“Það er ekkert hefðbundið við aðferðir Brynjars, hann setur ný viðmið í leiðtogaþjálfun með sínum námskeiðum.”

“Brynjar hefur sýnt hvaða kröfur við getum gert til leikmanna þótt ungir séu og náð að búa til sterka einstaklinga sem vita hvað þeir vilja. Það sem hann hefur náð að kenna þeim og hvað þeir eru vel þjálfaðir er eitthvað sem maður hefur ekki séð áður með leikmenn á þessum aldri.”

“Ég á tvær dætur sem æfa körfubolta hjá Aþenu og hefur ávinningur þeirra af þjálfuninni skilað sér langt út fyrir íþróttavöllin. Ég veit ekki um betri stað fyrir dætur mínar.”
