Öflug tækni í markmiðastjórnun er líklega mikilvægasta færni sem þú temur þér á lífsleiðinni. Það er fátt sem leggur jafn sterkann grunn að raunverulegum árangri þegar vinnan er vel unnin. Í samstarfi við leiðtogaþjálfun Key Habits heldur Aþena tveggja vikna námskeið í persónulegri markmiðastjórnun fyrir ungmenni á aldrinum 17 til 20 ára.

Key Habits stendur meðal annars fyrir metnaðarfullri stjórnendaþjálfun. Þar er fólk sem hefur þegar náð miklum árangri en óska þess þó oft að þau hefðu byrjað fyrr að vinna þessa vinnu.

Þau myndu eflaust hvetja þig til að byrja strax í dag.

Innifalið í námskeiði
• Aðgangur að Key Habits hugbúnaði í 1 ár.
• Fjórar, 2 klst vinnustofur í markmiðastjórnun.
• Kennsluefni í hugbúnaði.
• Stuðningur í 3 mánuði í kjölfarið af vinnustofum.
• Aðgangur að lokuðu spjallborði.
Dagskrá
23. jún, kl 20:00 – 22:00
25. jún, kl 20:00 – 22:00
30. jún, kl 20:00 – 22:00
2. júl, kl 20:00 – 22:00
Verð: 29.900kr

Brynjar Karl

Brynjar Karl er aðalþjálfari námskeiðsins en hann á að baki langan feril í körfuboltaþjálfun, fyrirtækjarekstri og ráðgjöf fyrir fyrirtæki og íþróttalið um allan heim. Meðal annars hefur hann starfað við ráðgjöf í deildum á borð við NBA, NFL og Premier League.

Brynjar er eigandi á þremur fyrirtækjum sem snúa öll að þjálfun:
Key Habits Aþena 
Sideline Sports