Lög Aþenu íþróttafélags

 

  1. gr

 

Félagið heitir Aþena íþróttafélag. Heimili og varnarþing félagsins er í Reykjavík.

 

  1. gr.

 

Markmið félagsins er að veita börnum og unglingum tækifæri til þess að iðka íþróttir í metnaðarfullu umhverfi og ennfremur gefa þeim möguleika á að keppa á viðurkenndum mótum innan íþróttahreyfingarinnar (sérsambanda ÍSÍ). Sérstök áhersla skal lögð á jafna bæði stöðu barna af erlendum uppruna og kvenna í íþróttum.

 

  1. gr.

 

Félagar geta allir orðið sem óska aðildar að félaginu.

 

  1. gr.

 

Félagið er myndað af einstaklingum samkvæmt félagaskrá, sem hafa sameiginlega stjórn.

 

  1. gr.

 

Málefnum félagsins stjórna:

Aðalfundur

Stjórn

 

  1. gr.

 

Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfundur er opinn félagsmönnum. Aðalfund skal halda í seinasta lagi 31. mars ár hvert. Boða skal til aðalfundar með minnst 14 daga fyrirvara, með auglýsingu á heimasíðu félagsins, eða með öðrum sannanlegum hætti. Í auglýsingu skal dagskrá fundar koma fram. Fundurinn er lögmætur, ef löglega hefur verið til hans boðað.

 

  1. gr. 

 

Málefni sem félagar óska eftir að tekin verði fyrir á aðalfundi, skulu tilkynnt stjórn félags minnst viku fyrir fund. Á aðalfundum, sem og öðrum fundum, hefur hver félagsmaður 1 atkvæði þar sem hreinn meirihluti ræður ákvörðunum. Mál sem berast eftir að sá frestur er liðinn verða ekki tekin fyrir nema 2/3 meirihluti atkvæðisbærra fundarmanna samþykki það.

 

  1. gr.

 

Dagskrá aðalfundar:

Formaður setur fund

Fundarstjóri kosinn

Fundarritari kosinn

Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram til samþykktar

Formaður leggur fram ársskýrslu stjórnar fyrir liðið starfsár

Gjaldkeri leggur fram og útskýrir endurskoðaða reikninga, sem síðan eru bornir undir atkvæði

Ný stjórn kosin: formaður, gjaldkeri, ritari og tveir varamenn eru kosnir. Skoðunarmaður og annar til vara kosinn

Gjaldkeri leggur fram fjárhagsáætlun næsta árs til samþykktar

Önnur mál

Fundarslit

 

  1. gr.

 

Aukaaðalfundi má halda eins oft og nauðsyn krefur, skv. ákvörðun stjórnar eða ef 1/5 meirihluti félaga óska þess. Til aukaaðalfundar skal boða með minnst viku fyrirvara. Ekki má gera lagabreytingar á aukaaðalfundum.

 

  1. gr.

 

Reikningsár félags er almanaksárið.

 

  1. gr. 

 

Stjórn fer með æðsta vald í málefnum félagsins milli aðalfunda.

 

  1. gr.

 

Stjórn er skipuð 3 einstaklingum. Formaður, gjaldkeri og ritari skulu kosnir af félagsmönnum. Í varastjórn sitja 2 einstaklingar kosnir af félagsmönnum. 

 

13.gr.

 

Tillögur um að leggja félagið niður má aðeins taka fyrir á aðalfundi. Tillagan skal aðeins samþykkt ef minnst 3/4 meirihluta atkvæðisbærra fundarmanna greiða henni atkvæði sitt. Eignir félagsins skulu þá renna til góðgerðarmála sem fráfarandi stjórn kýs um.

 

  1. gr. 

 

Lögum verður ekki breytt nema á aðalfundi og þá með samþykki minnst 2/3 meirihluta atkvæða atkvæðisbærra fundarmanna. Auglýsa skal lagabreytingar í fundarboði til aðalfundar.

 

  1. gr.

 

Um þau atriði sem ekki eru tekin fram í lögum þessum, gilda ákvæði í lögum ÍBR og ÍSÍ (eins og við á).

     

  1. gr. 

Lög þessi og síðari breytingar á þeim öðlast gildi þegar framkvæmdastjórnir ÍBR og ÍSÍ hafa staðfest þau/þær, sbr. lög ÍBR og ÍSÍ.