Fyrsti leikur Aþenu

Fyrsti leikur Aþenu.

Aþena spilar sína fyrstu opinberu leiki sunnudaginn 29.september í íþróttahúsi Hauka í Hafnarfirði. Fyrsti leikurinn er gegn Stjörnunni og er í c-riðli 9.flokks kvenna og hefst hann klukkan 14:30. Leikurinn er sérstakur fyrir þær sakir að í liði Stjörnunnar eru margar stúlkur sem tvívegis urðu Íslandsmeistarar með leikmönnum Aþenu.

Á sínu fyrsta starfsári sendir Aþena fimm lið til keppni í Íslandsmót í körfubolta tímabilið 2019-2020: MB10 ára og MB11 ára drengja og  7. 8. og 9. flokk stúlkna. Aþena mun einnig senda 8 og 9 ára lið á míkróboltamót félaganna.